top of page

UM MÁLARANN

GYRÐIR ELÍASSON

Gyrðir Elíasson fæddist í Reykjavík 1961, en ólst upp á Sauðárkróki. Faðir hans, Elías B. Halldórsson var listmálari, svo myndlistin var allsráðandi í uppvexti hans. Á tímabili ætlaði hann að leggja fyrir sig myndlist einnig, en atvikin höguðu því svo að ritstörf urðu ofan á og í 40 ár hefur hann haft þau að aðalstarfi. En síðustu 15 ár eða svo hefur hann smám saman stundað myndlistina í meira mæli og hélt sína fyrstu stóru málverkasýningu í Garðinum úti á Reykjanesi í apríl 2024. Sú síða sem hér birtist sýnir aðeins örlítið brot af myndverkum hans, en gefur eftilvill einhverja hugmynd þó um stíl hans og aðferðir. Þeir sem kunna að fá áhuga á að kaupa myndir af listamanninum geta hringt í síma 6183813, eða sent tölvupóst á netfangið gyrdire@gmail.com.

 

NÁNARI UPPLÝSINGAR UM KAUP Á MYND

Ljósmynd: Nökkvi Elíasson

image0zx2.jpg

© 2024 VEFSÍÐUGERÐ NÖKKVI ELÍASSON

bottom of page